Styrktarsjóður hverfisráðs Breiðholts 2017

Mannlíf Menning og listir

""

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð hverfisráðs Breiðholts fyrir árið 2017.
Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 30. apríl. Umsóknareyðublað má nálgast með því að smella hér. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við reglur um úthlutun styrkja á vegum hverfisráða. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki í sjóðinn vegna viðburða og verkefna.
 

Lögð er sérstök áhersla á að styrkja verkefni sem tengjast og taka mið af framtíðarsýn og stefnumiðum hverfisráðs Breiðholts.

Hafa þarf eftirfarandi í huga við umsóknargerðina:

1. Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki vegna sérstakra viðburða eða verkefna.
2. Ekki er gert ráð fyrir styrkjum til að standa undir rekstrarkostnaði.
3. Ef tveir eða fleiri aðilar eiga í samstarfi um verkefni þurfa allir að staðfesta umsóknina með undirritun.
4. Styrkþegar skulu láta þess getið í kynningarefni að þeir hafi hlotið styrk frá viðkomandi hverfisráði.
5. Eftir að verkefni lýkur skulu styrkþegar skila inn greinargerð um nýtingu styrksins.

Hverfisráð Breiðholts tekur afstöðu til styrkumsóknanna á fundum sínum. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Hverfisstjóri Breiðholts annast umsýslu með styrkveitingum hverfisráðsins.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2017.

Útfylltar umsóknir má senda í tölvupósti á Arnar Snæberg Jónsson verkefnisstjóra á Þjónustumiðstöð Breiðholts í netfangið arnar.snaeberg.jonsson@reykjavik.is eða með landpósti á Hverfisráð Breiðholts v/ styrktarsjóðs, Álfabakka 12, 109 Reykjavík.