Stelpur stjórna

Mannlíf

""
Mánudaginn 14. desember stendur Reykjavíkurborg fyrir málþingi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á fæðingardegi Ingibjargar H. Bjarnason undir yfirskriftinni Stelpur stjórna. 
Málþingið er hluti af 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur að í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur hlutu kosningarétt.
 
15.00 Setning málþings
           Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks setur þingið.
15.05 Erindi
          Auður Styrkársdóttir forstöðumaður Kvennasögusafns og formaður fjallar um stjórnmálaþátttöku kvenna síðustu 100 ár.
15.25 Pallborðsumræður- sætustu sigrar og stærstu áskoranir í borgarstjórn.
Í pallborði eru:
Hanna Birna Kristjánsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Sigrún Magnúsdóttir frá Framsóknarflokki, Svandís Svavarsdóttir frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, Guðrún Ögmundsdóttir frá Samfylkingu og Guðrún Jónsdóttir frá Kvennaframboðinu sem munu ræða sína sætustu sigra og stærstu áskoranir. Hver fær 7 mínútur á framsögu.
 
16.15 Umræður og fyrirspurnir
 
Fundarstýra: Sirrý Arnardóttir sjónvarpskona á Hringbraut
 
16.30 Skemmtiatriði
 
17.00 Móttaka
 
Hjólastólaaðgengi er í Tjarnarsalinn. Öll velkomin!