Stefna í málefnum eldri borgara til ársins 2017

Velferð Mannlíf

""

Borgarstjórn samþykkti, í gær, einróma metnaðarfulla stefna í málefnum aldraðra til ársins 2017.

Þar kemur fram að Reykjavíkurborg vill vera aldursvæn borg sem tekur mið af þörfum eldri borgara. Aðgengileg, aðlaðandi og hentug borg fyrir eldri borgara er aldursvæn borg.

Þjónusta við eldri borgara hefur verið á höndum bæði ríkis og sveitarfélaga. Á næstu árum er stefnt að því að sveitarfélög taki við allri þjónustu við aldraða. Í ljósi þessa vilja borgaryfirvöld setja fram stefnu í málefnum eldri borgara. Hún er unnin í nánu samstarfi við hagsmunasamtök eldri borgara og sérfræðinga í öldrunarþjónustu.

Þessi stefna lýsir framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á það hvernig mæta megi þörfum eldri borgara og um leið hvernig samfélaginu getur nýst sem best sá auður sem aldraðir búa yfir. Það er vel við hæfi að birta stefnuna í dag því á morgun er dagur aldraðra.

 Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017.