Söngurinn ómar á frístundaheimilum í Breiðholtinu

Mannlíf Menning og listir

""

Fimm frístundaheimili í Breiðholti hafa sett á laggirnar söng- og hljóðfærasmiðjur og njóta aðstoðar tveggja söngkvenna sem stýra smiðjunum. 

Frístundaheimilin í Breiðholti fengu frábært tækifæri þegar þeim bauðst að setja af stað söng- og hljóðfærasmiðjur fyrir börnin í 1. og 2. bekk en markmiðið er að styðja við söng- og tónlistarstarf á frístundaheimilunum og um leið að virkja tónlistaráhuga barnanna og hvetja þau áfram.

Keypt voru keypt hljóðkerfi og hljómborð fyrir öll fimm frístundaheimilin sem taka þátt í þessu verkefni, en mesti fengurinn var að til til liðs tvær landskunnar söngkonur til þess að stýra smiðjunum. Þær nöfnur og söngkonur Hildur Kristín Stefánsdóttir og Hildur Vala Einarsdóttir koma á hvert frístundaheimili tvisvar í viku í klukkutíma og vinna með 10-20 barna hópum.

Í smiðjunum er einnig stutt við íslenskunám barnanna með vönduðu vali á ljóðum og lögum til söngs. Þessar tónlistarsmiðjur hafa farið vel af stað og börnin sýnt því mikinn áhuga og haft gaman af. Þau hafa staðið sig mjög vel í að syngja og koma fram. Verkefnið hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd barnanna, eykur sjálfstraust og er góð æfing í framkomu. Stefnt er að því að sönghóparnir komi fram á viðburðum á vegum frístundaheimilanna og jafnvel öðrum uppákomum.