Söguganga: Úr Óðni í Örfirisey

Mannlíf Menning og listir

""

Fimmtudaginn 31. júlí býður Borgarsögusafn Reykjavíkur upp á kvöldgöngu með Helga M. Sigurðssyni sagnfræðingi. Gengið verður um Vesturhöfnina í Reykjavík og saga hennar rakin. 

Gangan hefst kl. 20 við Sjóminjasafnið, Grandagarði 8 í varðskipinu Óðni og gengið verður svo sem leið liggur framhjá verbúðabryggjunni, að Þúfunni og Norðurgarði. Gangan er liður í kvöldgöngum menningarstofnana borgarinnar og tekur um 1,5 klst.  Allir velkomnir!