Snjallar samgöngur bæta hag

Samgöngur Umhverfi

""
Árviss Samgönguvika hefst föstudaginn 16. september og í ár er þema hennar „Snjallar samgöngur – Betri hagur“.  
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Boðið er upp á ýmsa viðburði í Reykjavík til að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur,hjóla eða ganga.

Dagskrá Samgönguviku 2016

Föstudagur 16. september

Laugardagur 17. september

  • Fyrsta laugardagshjólaferð vetrarins. Lagt af stað frá Hlemmi kl. 10:30


Mánudagur 19. september

  • Forgangsstýring umferðarljósa formlega opnuð. Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri prufukeyra forgangsbúnað fyrir slökkvilið og sjúkraflutninga. Slökkvistöðin í Skógarhlíð kl. 10.00
  • Formleg opnun hjólastígs á Bústaðavegi. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar stíginn kl. 14.00


Þriðjudagur 20. september

  • Hjólum, hjólavottun, BikeMaps og Hjólaborgin - Opinn kynningarfundur um mikilvæg reiðhjólamál. Kynning á Hjólaborginni, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og á hjólum.is, sem er samfélagsverkefni til að efla reiðhjólamenningu. Viðurkenningar tengdar Hjólavænni vottun fyrirtækja verða afhentar í fyrsta sinn. Haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15.00 - 16.30.
    Opna viðburðinn á Facebook
    Skoða hjolum.is


Miðvikudagur 21. september

  • Samgönguviðurkenning Reykjavíkur verður afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16:00


Fimmtudagur 22. september

  • Frítt í Strætó á öllu höfuðborgarsvæðinu á „frídegi bílsins“
 

Tengt efni: