Smiðjulok í Dalskóla

Skóli og frístund

""

Gaman var í Dalskóla í gær þegar börnin kláruðu sex vikna smiðju sem bar yfirskriftina Hiti er málið. Í smiðjunni voru börnin meðal annars að leysa verkefni í rafmagnsfræði og eðlisfræði og pæla í hitaveitum. 

Smiðjulokin fóru að þessu sinni fram utandyra. Allir nemendur, foreldrar og starfsmenn söfnuðust saman klukkan 08:30 þar sem Kári aðstoðarskólastjóri bauð alla velkomna.
Þá gerði Guðný myndlistarkennari grein fyrir vinnuferli barnanna við gerð eldskúlptúrs sem síðan var kveikt í. Það kom í hlut nemenda í  7. bekk og kveiktu þeir í skúlptúrnum undir söng og trommuslætti skólafélaga sinna. 

Í  lokin var öllum boðið upp á lummur og safa áður en haldið var inn þar sem önnur verkefni smiðjunnar voru til sýnis.