Smíði hafin á yfir 900 íbúðum tvö ár í röð

Samgöngur Umhverfi

""

Alls hófst  smíði á um 922 nýjum íbúðum í Reykjavík á liðnu ári og er það svipaður fjöldi og árið áður. Síðustu tvö ár eru 50% yfir meðaltali fjölda íbúða sem hafin er smíði á en það eru 616 íbúðir á ári miðað við tölur frá árinu 1972, eins og fram kemur í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. 

Aðeins þrisvar áður hefur fjöldi nýrra íbúða sem hafin er bygging á farið yfir fjölda íbúða síðustu tveggja ára. Flestar voru þær árið 1973 en þá var hafin bygging á 1.133 íbúðum þegar Breiðholt og Árbær voru í uppbyggingu, árið 1986 þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp var hafin bygging á 992 íbúðum og loks árið 2005 þegar hafin var bygging á 983 íbúðum en þá voru Grafarholt og Úlfarsárdalur að byggjast upp.  Árið 2015 er svo í fjórða sæti með 926 íbúðir og árið 2016 í fimmta sæti með 922 íbúðir. 

Í ljósi þess að byggingartími nýrra íbúða er um 2 -3 ár má gera ráð fyrir að fullgerðum íbúðum muni fjölga mikið í ár og næstu 2 ár en samkvæmt mati umhverfis- og skipulagssviðs eru um 1.800 íbúðir í uppbyggingu í dag. Fjöldi fullgerðra íbúða eða teknar í notkun í fyrra voru 399 talsins og þá voru 461 íbúð skráð á fokheldu byggingarstigi eða tilbúnar til innréttinga. Er það mesti fjöldi frá árinu 2007 þegar 573 fullgerðar íbúðir voru og 338 fokheldar. 

Nánari upplýsingar: