Skólalóðir endurgerðar fyrir 425 miljónir króna

Skóli og frístund

""

Í sumar verður ráðist í endurgerð á tveimur leikskólalóðum og fimm grunnskólalóðum.  

Borgarráð samþykkti í dag að bjóða út framkvæmdir við endurgerð og lagfæringar á lóðum við leikskólana Bakkaborg (lokaáfanga) og Fálkaborg (1. áfanga). Þá verða lóðir endurbættar við Fossvogsskóla (lokaáfangi), á báðum starfsstöðum Háaleitisskóla (1. áfangi),  Brúarskóla (1. áfangi) og Melaskóla (1. áfangi). 

Kostnaðaráætlun er 425 milljónir króna og er áætlaður framkvæmdatími frá maí-ágúst 2017. 

Sjá kynningu um fyrirhugaðar framkvæmdir.