Skipta atkvæði innflytjenda máli ? Do the immigrant's votes matter?

Mannréttindi

""

Á laugardaginn kemur verður haldinn opinn fundur með fulltrúum stjórnmálaflokkana sem bjóða fram til sveitarstjórnar 2014.

Fjölmenningarráð Reykjavíkur boðar til fundar laugardaginn 12. apríl í Iðnó kl.14.00. þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkana munu sitja fyrir svörum. Af þeim 8 flokkum sem bjóða fram í vor hafa fulltrúar 7 flokka boðað komu sína.

Frá Samfylkingu: Dagur B. Eggertsson.

Frá Bjartri Framtíð: S. Björn Blöndal 

Frá Vinstri Grænum: Líf Magneudóttir

Frá Sjálfstæðisflokki: Áslaug María Friðriksdóttir

Frá Framsókn: Hreiðar Eiríksson

Frá Pírötum: Halldór Auðar Svansson 

Frá Dögun: Salmann Tamimi 

Fjölmenningarráð sendi flokkunum 9 spurningar um málefni sem brenna á innflytjendasamfélaginu og óskaði eftir svörum fyrir fundinn. Öll framboðin sem mæta til leiks í Iðnó hafa skilað inn svörum.

Dagskrá fundar:

  1. Formaður fjölmenningarráðs opnar fundinn.
  2. Hver fulltrúi fær 5 mínútur til að kynna stefnumál síns flokks og svara spurningum.
  3. Spurningar úr sal.
  4. Samantekt og fundarslit.

Info in English

 

 

Info in Russian

Info in Lithuanian

 

 

Info in Polish

 

 

Info in Spanish