Skipst á skipsbjöllum

Menning og listir

""

Í morgun skiptust íslenskir og breskir skipverjar á skipsbjöllum, en þeir tóku allir þátt í þorskastríðunum.

Bjölluskiptin fóru fram um borð í varðaskipinu Óðni sem liggur við festar á bak við Sjóminjasafnið í Reykjavík og tákna þau vináttu og traust á milli þjóðanna. Tilefni þeirra er heimsókn fyrrum sjómanna frá Hull, m.a. vegna málþings um tengsl sjómanna í Hull og Íslendinga í gegnum tíðina. 

Óslitin taug– tengsl Hull og Íslands í gegnum tíðina er yfirskrift málþingsins sem fram fór í Sjóminjasafninu í Reykjavík í morgun. Málþingið fór fram á ensku en fyrirlesarar voru sagnfræðingarnir Jo Byrne frá Háskólanum í Hull, Guðmundur J. Guðmundsson og Flosi Þorgeirsson frá Háskóla Íslands. 

Sjóminjasafnið og systursagn þessi í Hull stóðu í sameiningu að málþinginu og annarri dagskrá, en þess má geta að Hull er menningarborg Englands árið 2017. Eldri sjómenn frá Hull hittu í morgun íslenska starfsbræður sína frá Landhelgisgæslu Íslands, sem einnig voru að störfum í þorskastríðinu, um borð í Óðni. Og það var við það tækifæri sem hin táknrænu skipti á skipsbjöllum fóru fram, en Hollvinasamtök Óðins lána eina af bjöllum skipsins til Hull og þiggja að láni bjöllu úr togaranum Arctic Corsair, sem varðveittur er á Sjóminjasafninu í Hull.

Sjóminjasafnið í Hull vinnur nú að nýrri sýningu sem nefnist Sameiginlegur andstæðingur (A Common Foe) sem varpa mun ljósi á sameiginlega sögu þjóðanna tveggja með áherslu á það sem tengir þær fremur en sundrar. Ein meginuppstaða þeirrar sýningar eru viðtöl við umrædda sjómenn sem tekin verða upp í Óðni. Sýningin verður opnuð í Hull í júlí 2017 og lýkur í september sama ár.

Hér má sjá frétt um þetta efni á BBC