Skefur snjó, sópar og ýrir saltpækli

Framkvæmdir Samgöngur

""

Pækilsópur sinnir sérstökum hjólastígum í borginni. Sópurinn er tilraunaverkefni í vetrarþjónustu hjólaleiða sem nú stendur yfir hjá skrifstofu reksturs og umhirðu Reykjavíkurborgar. 

Pækilsópur þjónustar  aðskilda hjólastíga í Reykjavík. Tækið er dregið af dráttarvél með tönn sem skefur stíginn með hefðbundnum hætti. Síðan tekur við sópur sem hreinsar betur og að lokum ýrir saltpækli yfir stíginn. Markmiðið er að stígurinn verði nánast auður á eftir.

Tilgangurinn felst í því að auka þjónustu við hjólreiðafólk og ef tilraunin gengur vel mun Reykjavíkurborg  nota þetta tæki í meira mæli í framtíðinni.

Tengill

Myndband af pækilsóp