Sjúk ást

Skóli og frístund Velferð

""

Náum áttum fjallar á næsta morgunverðarfundi, miðvikudaginn 21. febrúar, um sjúka ást.

Fundurinn er að venju haldinn á Grand hóteli við Sigtún og er frá klukkan 8.15  til 10 .

Framsöguerindi flytja;

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari, fjallar um feminíska kynfræðslu.

Steinunn Gyða Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum, og Þóra Björt Sveinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, fjalla um ofbeldi í unglingasamböndum, hverjar eru birtingamyndir og afleiðingar þess.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir fjallar um breytt viðhorf.

Heiðrún Fivelstad og Steinun Ólína Hafliðadóttir, verkefnastýrur hjá Stígamotum spyrja hvort þið séuð sjúklega ástfangin eða "sjúk"lega ástfangin?

Að lokum talar Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur um markvissa fræðslu í 1.- 10. bekk, tilraunaverkefni í kynfræðslu.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.