Siglt í nafni friðar

Mannlíf Mannréttindi

""

Dagskrá var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag vegna komu japanska friðarskipsins, Peace Boat. 

Um borð í friðarskipinu eru fórnarlömb kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki. Siglingin er heimsleiðangur fyrir kjarnorkulausum heimi. Skipið lagði úr höfn í Yokohama í Japan þann 12. apríl sl. í leiðangur um norðurhvel jarðar. Það hefur siglt um Signu í Frakklandi og um norsku firðina og er nú komið til Reykjavikur. Héðan heldur skipið vestur um haf til Bandaríkjanna og Mið-Ameríku, en það hefur siglt um heiminn frá árinu 1983.

Hibakusha-verkefni Friðarskipsins þýðir að meðal farþega er sendinefnd þeirra sem lifðu af kjarnorkuárásirnar og segja þeir sína persónulega sögu og flytja boðskap um frið og heim án kjarnorkuvopna.

Við athöfnina í Ráðhúsinu sögðu tvö fórnarlömb sögu sína, sendiherra Japans flutti ávarp og strengjasveit sem ferðast með friðarskipinu lék nokkur verk.