Síðasti dagur hverfakosninga er í dag

Betri hverfi Framkvæmdir

""

Í dag er síðasti dagur til að kjósa um framkvæmdir í hverfum borgarinnar, en kosið er á vefnum kosning.reykjavik.is. Kosningum lýkur á miðnætti.

Kosningaþátttakan hefur í fyrri kosningum verið best á síðasta degi. Í morgun höfðu yfir 8.200 íbúar kosið eða rúmlega þúsund fleiri en í síðustu kosningum. Það er því ljóst að fyrri met hafa fallið.

Allir Reykvíkingar sem verða 16 ára á árinu og eldri geta tekið þátt. Íbúar velja á kosningavefnum hverfi, kjósa verkefni og auðkenna sig með rafrænum hætti. Mögulegt er að kjósa oftar en einu sinni en aðeins er síðasta atkvæði hvers kjósanda er gilt.

Nánari upplýsingar: