Síðasta sýningarhelgi: Dæmisögur – vöruhönnun á 21. öld

Mannlíf Menning og listir

""

Sýningunni Dæmisögur - vöruhönnun á 21. öld á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 23. apríl. Á sýningunni  eru samankomin nokkur framúrskarandi verkefni sem hvert um sig endurspeglar með skýrum hætti ólík viðfangsefni vöruhönnunar. Þannig fæst innsýn í helstu strauma og stefnur í faginu hér á landi undanfarin ár.

Sýningunni Dæmisögur - vöruhönnun á 21. öld á Kjarvalsstöðum lýkur sunnudaginn 23. apríl. Á sýningunni  eru samankomin nokkur framúrskarandi verkefni sem hvert um sig endurspeglar með skýrum hætti ólík viðfangsefni vöruhönnunar. Þannig fæst innsýn í helstu strauma og stefnur í faginu hér á landi undanfarin ár.

Á sýninguna hafa verið valdir hönnuðir og fyrirtæki sem vinna hver út frá sinni áherslu. Þessar áherslur eru upplifun, handverk, staðbundin framleiðsla, efnisrannsóknir, hreyfanleiki og fjöldaframleiðsla.

Sýningarstjóri er Sigríður Sigurjónsdóttir.

Dagskrá
Laugardag 22. apríl kl. 14.00
Sigríður Sigurjónsdóttir sýningarstjóri veitir leiðsögn.

Sunnudag 23. apríl kl. 14.00
Smiðja: Ikea lampa-hakk undir stjórn Siggu Heimis vöruhönnuðar.

Skráning á smiðjuna hér
*Takmarkaður fjöldi þátttakenda

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur og Árskorts.