Síðasta lýðheilsugangan á morgun

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) hafa verið haldnar á öllu landinu nú í september og eru meðal hápunkta í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. 

Göngurnar hafa mælst vel fyrir meðal almennings og hefur verið vel mætt alla miðvikudaga í september. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Síðasta gangan í september er á morgun. Allar upplýsingar um göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast á heimasíðu FÍ.

Munið:

September 2017
Alla miðvikudaga kl. 18:00
Náttúra, vellíðan, saga og vinátta
Fjölskylduvænar 60-90 mínútna göngur
Í flestum sveitarfélögum landsins
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis
Reimið endilega á ykkur gönguskóna, komið út að ganga með Ferðafélagi Íslands á morgun og njótið náttúrunnar.

Lifum og njótum!