Seljakot fagnar tvítugsafmæli

Skóli og frístund

""
Börn og starfsfólk í leikskólanum Seljakoti fögnuðu 20 ára afmæli skólans með opnu húsi, sýningu í skólanum og útihátíð. 
Í haust verða 20 ár liðin frá því að Seljakot tók til starfa í Seljahverfinu í Breiðholti. Leikskólabörnin tóku á dögunum forskot á gleðina á dögunum og héldu upp á afmælið á skólalóðinni með sirkussýningu og afmælisköku. Þá var sett upp skemmtileg sýning í skólanum á afrakstri vetrarstarfsins og öll herbergi og gangar skreyttir í hólf og gólf. 
 
Áður en Seljakot tók til starfa á árinu 1996 var starfrækt skóladagheimili í húsnæðinu. Fyrstu árin voru 32 börn í leikskólanum en í febrúar árið 2000 var nýbygging tekin í notkun og þá fjölgaði börnum upp í 58 samtímis. Deildirnar eru þrjár og heita Ból, Kot og Sel. 

Uppeldisstefna Seljakots byggist á skapandi starfi þar sem meðal annars er horft til hugmyndafræði Reggio Emilia. Lögð er áhersla á að börnin fái tækifæri til að nýta sem flesta hæfileika sína svo að þeir geti orðið skapandi, gagnrýnir og sjálfstæðir einstaklingar í nútíma þjóðfélagi.
 
Til hamingju með stórafmælið börn og starfsfólk í Seljakoti!