Samstarfssamningur um fluglest samþykktur í borgarráði

Mannlíf Samgöngur

""

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt samstarfssamning Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fluglest á milli borgarinnar og Keflavíkurflugvallar. 

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu mun hefja þróunarvinnu í samvinnu við þróunarfélagið um breytingar á skipulagsáætlunum höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmda og reksturs hraðlestarinnar.

Lögð verður áhersla á að tryggja hagkvæmni framkvæmdarinnar og að þróunarfélagið muni framkvæma nauðsynlegar rannsóknir til að undirbúa framkvæmdir. Einnig verða tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og almenningssamgöngur skoðaðar sérstaklega.

Auk borgarráðs hefur bæjarráð Garðabæjar einnig samþykkt samninginn.