Sænsk ungmennaráð kynna sér íslensk

Skóli og frístund Mannlíf

""

Sænsk ungmenni, sem öll eiga sæti í ungmennaráðum, komu og kynntu sér ungmennaráð Reykjavíkur.

Sænsk ungmennaráð komu til Íslands með stuðningi frá Evrópu unga fólksins. Landssamtök sænskra ungmennaráða eru í forsvari fyrir hópinn.

Hópurinn er hér til að kynna sér starf ungmennaráða á Íslandi og lýðræðisvinnu með ungu fólki. Hópurinn heimsótti Ráðhús Reykjavíkur og fékk þar m.a. kynningu frá Skúla Helgasyni á samstarfi borgaryfirvalda við Reykjavíkurráð ungmenna, auk þess að hitta Sindra Smárason, Snorra Freyr Vignisson og Sigríði Höllu Eiríksdóttur, sem öll eru fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna. Þau sögðu gestunum frá hlutverki og starfi ungmennaráða í borginni og hvernig ýmsar tillögur þeirra hafa komið til framkvæmda í borginni.