Reynt við Íslandsmet í reiptogi í Breiðholti

Velferð Skóli og frístund

""
Lokahátíð Viku íþrótta og hreyfingar í Evrópu verður haldin kl. 11:00-12:30 laugardaginn 24. september í Íþróttahúsinu við Austurberg. Hátíðin er lokapunktur á hressilegri hreyfingu barna í 1.-7. bekk í Breiðholti sem hafa sprett úr spori í vikunni í íþróttatímum í grunnskólum hverfisins. Hátíðin hefst á léttri hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Þar geta menn valið um göngu, skokk og  Að henni lokinni geta allir fengið sér hressingu og því sem næst verður reynt við Íslandsmet í fjöldareiptogi. Hröðustu bekkirnir, einstaklingar og skóli fá síðan viðurkenningu fyrir góðan árangur í spretthlaupi vikunnar.
Hér má sjá myndir af hressum Breiðholtskrökkum í spretthlaupum vikunnar. Heilsueflandi Breiðholt og ÍR halda utan um framkvæmd og skipulagningu Viku hreyfingar og íþrótta í Breiðholti. Alþjóðlega heiti vikunnar er FeelEwos. Verkefnið er styrkt af Erasmus+. Auk þeirra 2000 barna sem taka þátt í spretthlaupinu í Breiðholti eru önnur 10 þúsund börn á Ítalíu, Spáni, Portúgal, Króatíu og Tyrklandi sem taka þátt í verkefninu. Þetta Evrópuverkefni er því sannarlega viðamikið og spennandi og rímar vel við hreyfingaráherslu Heilsueflandi Breiðholts á komandi vetri.