Rafrettur og munntóbak

Skóli og frístund Velferð

""
Fyrsti morgunverðarfundur Náum átta hópsins í vetur fjallar um rafrettur og munntóbak. Er þetta nýr lífstíll eða óvægin markaðssetning?
 
Fundurinn er miðvikudaginn 28. september klukkan 8.15 til 10. Eins og fyrri ár er fundurinn haldinn á Grand Hótel.
 
Frummælendur þekkja allir vel til skaðsemi reykinga. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir heldur erindi sem ber heitið „Eru rafretur bylting í tóbaksvörnum?“   
 
Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, fjallar um regluverk og umfang rafrettna.
 
Og að lokum heldur Lára G. Sigurðardóttir, MD.PhD læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands, erindi sem heitir „Eru rafrettur undur eða ógn?“
 
Fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.