Ráðlagt frá sjósundi og nálægð við dælustöðvar

Heilbrigðiseftirlit

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ráðleggur sjósundsfólki, siglingafólki og öðrum að vera ekki nærri dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól í dag og á morgun þar sem stöðvarnar eru á yfirfalli, sjá tilkynningu frá Veitum.

Hætta er á að saurgerlamengun í sjó verði yfir viðmiðunarmörkum meðan á viðgerð stendur og fyrst á eftir.

Heilbrigðiseftirlitið fylgist með og tekur daglega sýni meðan þetta ástand varir og birtir niðurstöður gerlarannsókna þegar þær berast.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir heldur ekki með sjósundi í Fossvogi (Nauthólsvík/Ylströnd) í dag og á morgun en bendir fólki á að fylgjast upplýsingum á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins.