Öruggur öskudagur í Breiðholti

Velferð Skóli og frístund

""
Öskudagur nálgast nú óðfluga, en hann er miðvikudaginn 10. febrúar næstkomandi. Foreldrafélög í Breiðholti ásamt fleiri aðilum hafa tekið höndum saman um að hvetja til að þess að börn gangi milli húsa milli kl. 17:00 og 19:00, syngi og fái góðgæti að launum - í stað þess að þau fari í verslanamiðstöðvar og fyrirtæki utan hverfis. Þessi háttur hefur verið hafður á í hverfinu undanfarin tvö ár og þykir hafa tekist afar vel. Heimili sem vilja taka þátt geta merkt útidyrahurð með merkimiða sem fylgir hér með fréttinni, sett kerti fyrir utan húsið eða vafið poka um hurðarhún.
 

Smellið hér til að nálgast leiðbeiningar frá foreldrafélögunum og merkimiða til útprentunar