Óræktin í garðinum á fimmtudag

Mannlíf Menning og listir

""

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum ætlar Grasagarðurinn að líta til óskráðra plantna innan garðsins í göngunni „Óræktin í garðinum“. Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins leiðir gönguna sem hefst við aðalinngang garðsins fimmtudaginn 18. maí kl. 18:00.

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Þar eru plöntur skrásettir safngripir en á milli þeirra má einnig finna sjálfsprottnar plöntur sem okkur þykir misvænt um.
Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins 2017 er „Söfn og umdeildar sögur – segja það sem ekki má segja í söfnum“.