Opnun myndlistarsýningar, hljóðverk og hljóðklippismiðja

Mannlíf Menning og listir

""

Opnun myndlistarsýningar, hljóðverk og hljóðklippismiðja
Erró, Thomas Pausz, Curver Thoroddsen

Ný sýning á verkum Errós, Því meira, því fegurra, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.  Einnig verður opnað endurbætt rými á jarðhæð hússins, Stofa, þar sem gestum og gangandi er boðið að tylla sér við hverskyns iðju. Thomas Pausz hönnuður á veg og vanda af endurbótunum. Við opnunina flytur listamaðurinn Curver Thoroddsen hljóðverkið Erró: Hljóðvíðátta og skömmu síðar leiðir hann hljóðklippismiðju í Stofunni. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 16.00.

Opnun myndlistarsýningar, hljóðverk og hljóðklippismiðja
Erró, Thomas Pausz, Curver Thoroddsen

Ný sýning á verkum Errós, Því meira, því fegurra, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.  Einnig verður opnað endurbætt rými á jarðhæð hússins, Stofa, þar sem gestum og gangandi er boðið að tylla sér við hverskyns iðju. Thomas Pausz hönnuður á veg og vanda af endurbótunum. Við opnunina flytur listamaðurinn Curver Thoroddsen hljóðverkið Erró: Hljóðvíðátta og skömmu síðar leiðir hann hljóðklippismiðju í Stofunni. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 16.00.

Á sýningunni Því meira, því fegurra er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippimyndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

Sýningarstjóri er Danielle Kvaran.