Opnar smiðjur í Fab Lab

Skóli og frístund Mannlíf

""

Í opnum smiðjum Fab Lab er hægt að fá aðstoð við að nýta stafræna tækni til að láta skapandi hugmyndir verða að veruleika, og smíða hvort heldur listmuni eða vörur. 

Fab Lab er stafræn smiðja (Fabrication Laboratory) þar sem þú getur fengið aðstoð við að nýta stafræna tækni til að láta hugmyndir þínar verða að veruleika hvort sem um er að ræða vörur eða listmuni. Við vinnum með opin hugbúnað og í Fab Lab hefur þú aðgengi að ferlum og tækjum á borð við laserskera, vínilskera, þrívíddaprentara og fræsara. Þar er hægt að hanna og forrita rafrásir, búa til mót og afsteypur.

Hver smiðja nær yfir þrjá daga, þrjá tíma í senn, og þú lætir að hanna í Inkscape og skera út form í leiser og vínilskera. 

- Smiðja 1: Mánudaginn 22.9, miðvikudaginn 24.9 og föstudaginn 26.9 kl. 13-16
- Smiðja 2: Þriðjudaginn 23.9 og fimmtudaginn 25.9 kl. 18-21 og laugardaginn 27.9 kl. 9-12.

Fab Lab Reykjavík var opnað í 24. janúar 2014 og er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Sjá auglýsingu um Fab Lab -smiðjurnar.