Opinn fundur um uppbyggingu útivistasvæðis við Rauðavatn.

""

Þriðjudaginn 17. janúar verður opinn fundur um tillögu ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis við Rauðavatn.

Fundurinn verður í frístundamiðstöðinni Árseli kl. 20:00.

Frummælandi tillögu ungmennaráðs, Sindri Smárason, mun segja frá tillögunni.

Markmiðið með fundinum er að skapa umræður um uppbygginguna á svæðinu auk þess að setja niður hugmyndir að skipulagi svæðisins.

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar var falið að vinna með tillögu ungmennaráðsins og mun taka saman hugmyndir og tillögur að uppbyggingu svæðisins.

Dagskrá:
Sindri Smárason, Ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts, segir frá tillögu sinni.
Jóhannes Guðlaugsson segir frá vinnu starfshóps um málefnið.

Framsaga aðila innan hverfis (Fulltrúi Fylkis, Fáks og Skáta)

Umræður á borðum og hugmyndavinna.

Fyrir hönd starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar
Jóhannes Guðlaugsson, formaður hópsins.