Ölduselsskóli 40 ára

Skóli og frístund

""

Nemendur og starfsfólk Ölduselsskóla fögnuðu fjörutíu ára afmæli skólans miðvikudaginn 20. maí með mikilli afmælishátíð. 

Mikið var um dýrðir á skólalóðinni, grillaðar pylsur, sykurpúðar, afmæliskaka, hoppukastalar, bubbluboltar, kajakar í sundlauginni og Dr. Bike kom og skoðaði hjólin.  Fleira var á boðstólnum og má t.d. nefna að nemendur gátu prófað að fara á hestbak og þeir gátu fengið andlitsmálun.

Afmælislistarverk nemenda og starfsfólks skólans var afhjúpað við hátíðlega athöfn. Fjörtíu farsælum árum skólans hefur verið fagnað í allan vetur en hátíðahöldin nú voru lokahnykkurinn á afmælisárinu.