Nýtt þátttökumet í kosningum

Betri hverfi Framkvæmdir

""

Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í kosningum um framkvæmdir og nú á vefnum kosning.reykjavik.is. Í fyrra tóku 7.103 íbúar þátt og því bara spurning hve glæsilega það met verður slegið, en enn eru tveir dagar til stefnu.

Róbert Bjarnason hjá Íbúum Ses. sem þróað hefur kosningavefinn er bjartsýnn.  „Síðast kusu flestir síðasta dag kosninganna. Margir virðast bíða fram á síðasta dag eins og í mörgu öðru,“ segir hann kankvís.

Síðasti dagur til að kjósa nú er fimmtudagurinn 17. nóvember en kosningakerfinu verður lokað á miðnætti.

Kosningaþátttaka í hverfum borgarinnar hlutfallslega meiri en síðast í nær öllum hverfum og í Grafarholti og Úlfarsárdal er hún komin yfir 10% markið. Trausti Jónsson verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts er ánægður með árangurinn og er þess fullviss að margir fleiri eigi eftir að kjósa.

Kosningaþátttaka í hverfum. Bráðabrigðatölur frá í dag birtar með fyrirvara. Þær byggja á fjölda atkvæða í hverju hverfi. Ef íbúi setur inn atkvæði í fleiri en einu hverfi þá telst hann tvisvar. Í endanlegri talningu gildir atkvæðið sem síðast var greitt.

Nánari upplýsingar: