Nýtt heimskort Söguhrings kvenna

Mannlíf Mannréttindi

""

Sunnudaginn 2. apríl kl. 13.30-16.30 verður haldin kynning á nýju listsköpunarferli fyrir áhugasamar konur um sköpun og samveru þvert á menningarheima. Listsköpunarferlið hefst í haust og er þetta fyrsti undirbúningsfundurinn.

 

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N. á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi og vera hluti af skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti bókasafnsins.

Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar.
Hægt er að kynna sér dagskrána nánar á Facebook-hóp Söguhrings kvenna eða á heimasíðu Borgarbókasafnsins.