Nýtt gervigras á æfinga- og keppnisvöllum Reykjavíkur

Íþróttir og útivist

""

Í sumar verður lokið við að skipta um gras og gúmmí á stóru æfinga- og keppnisvöllum íþróttafélaganna í Reykjavík. Þegar framkvæmdum lýkur verður ekki dekkjakurl á neinum þessara valla.

Í sumar er búið er að leggja nýjan gervigrasvöll á æfingasvæði Fram í Safamýri en framkvæmdir standa yfir á velli Leiknis við Austurberg. Þegar framkvæmdum lýkur hjá Leikni verður farið  í völlinn á ÍR svæðinu við Suður –Mjódd.

Á síðasta ári var skipt um gervigras á völlum hjá KR, Víking og Fylki. Þá er einnig unnið að endurnýjun á gervigrasi við hlið Egilshallar og á síðasta ári var skipt um gras í Egilshöllinni. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 365 milljónir króna.