Nýtt fréttabréf um skóla- og frístundastarfið

Skóli og frístund

""

Í nýju fréttabréfi skóla- og frístundasviðs, sem sent er til foreldra og starfsfólks sviðsins, má lesa um mörg af þeim fjölbreyttu viðfangsefnum sem unnið er að á sviðinu. 

Meðal annars er fjallað um jafnréttisskóla, þátttökubekki sem sérhæft námsúrræði og áhrif staðalmynda á líðan og sjálfsmynd barna. Í fréttabréfinu er einnig fjallað um þróunarverkefni og fyrirhugaðar endurbætur á skólum og skólalóðum á þessu ári. Þá kemur fram að það metnaðarfulla fagstarf sem fram fari í leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum í borginni verði kynnt með sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 30. apríl – 3. maí.  

Fréttabréf um skóla- og frístundastarfið.