Nýtt fjölmenningarráð

Mannréttindi

""

Niðurstöður liggja fyrir úr kosningu í fjölmenningarráð Reykjavíkur til ársins 2021. Kosningin fór fram rafrænt á vegum Maskínu, dagana 1.- 8. apríl 2017 en  alls buðu tíu einstaklingar sig fram til setu í ráðinu.

Fjölmenningarráð er skipað fimm einstaklingum, þrem fulltrúum kjörnum á fjölmenningarþingi og tveim fulltrúum skipuðum af borgarstjórn. Fjölmenningarráð skal vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem snúa að innflytjendum.

Á kjörskrá voru allir þeir sem voru skráðir voru til þátttöku á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar 2017 og búsettir í Reykjavík, eða 88 einstaklingar.

Alls kusu 41 einstaklingar í kjörinu eða 46,6% af þeim sem á kjörskrá voru.  Tveir aðilar voru jafnir í þriðja og fjórða sæti og þurfti kjörstjórn að varpa hlutkesti á milli aðila. Ráðsmenn eru allir nýir í fjölmenningarráði og er þeim óskað velfarnaðar í starfi.

Eftirtaldir hlutu kosningu sem aðalmenn í fjölmenningarráði:

  • Herianty Novita Seiler frá Indónesíu
  • Tami la Gámez Garcel frá Kúbu
  • Katarzyna Lukosek frá Póllandi

Varamenn eru:

  • Maciej Tadeusz Chmielewski frá Póllandi
  • Leyla Eve frá Bretlandi
  • Dino Ðula frá Króatíu