Nýr vefur til jafnréttisfræðslu

Skóli og frístund

""

Í dag fór í loftið nýr vefur, jafnrettistorg.is, sem er allt í senn kennsluvefur, hugmyndabanki og fréttavefur um jafnréttismál í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. 

Á vefnum getur starfsfólk fundið ýmsar hugmyndir um jafnréttisstarf með börnum og ungmennum, allt frá leikskólaaldri og til unglingsára. Vefurinn er í anda mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um um jafnrétti í víðum skilningi. Jafnréttisflokkarnir sem vefurinn nær til eru fjórir, fjallað er um kyn, hinsegin fólk, fötlun og uppruna.

Fjölmargar hugmyndir um kennslu- og umræðuefni eru nú þegar komnar inn á vefinn en starfsfólk í skóla- og frístundastarfi getur sent inn hugmyndir og bætt þannig stöðugt við vefinn. 

Jafnrettistorg.is er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntamiðju.