Nýr deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Stjórnsýsla

""

Jón Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn deildarstjóri upplýsingatæknideildar en 35 umsækjendur sóttu um stöðuna. Jón Ingi er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Hann er með um 20 ára starfsreynslu í upplýsingatækni og hefur meðal annars starfað sem stjórnandi hjá Nýherja, Íslandsbanka, Dohop og Meniga. Jón Ingi kemur til Reykjavíkurborgar frá CCP þar sem hann hefur undanfarið verið ábyrgur fyrir innri upplýsingatæknimálum fyrirtækisins.

Jón Ingi hefur störf hjá skrifstofu þjónustu og reksturs í september.