Nýjungar í loftslagsmálum

Umhverfi

""

Festa - miðstöð um samfélagslega ábyrgð og Reykjavíkurborg standa fyrir málþingi um nýjungar í loftslagsmálum 8. desember nk. í Hörpu.

Verið velkomin á loftslagsfund Reykjavíkurborgar og Festu föstudaginn 8. desember 2017

Hvenær:         8. desember 2017 – 8:30 – 12:00
Hvar:               Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík
 

Fyrir hverja:   Aðilar að sameiginlegri yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum og aðrir áhugasamir

Dagskrá

8.30    Ávarp ráherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

8.30    Loftslagsmál og Reykjavík – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
9.00    Loftslagsmarkmið fyrirtækja – Fanney Karlsdóttir, formaður Festu
9.15    Efst á baugi í loftslagsmálum á COP23 – Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg
9.30    Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum – Hugi Ólafsson, umhvefisráðuneytinu
9.45    Klappir bjóða veflausn um loftslagsmál – Jón Ágúst Þorsteinsson, Klappir grænar lausnir

SKRÁNING Á LOFTSLAGSFUNDINN

10-12  Samræðutorg um loftslagsmál – örfyrirlestrar og kynningar fyrirtækja og félagasamtaka

Stór hluti loftslagsfundarins er markaðstorgið sem verður staðsett á Norðurbryggju, opna svæðinu fyrir framan Kaldalón, sem er alls 300 fm. Boðið er uppá tvenns konar kynningar á markaðstorginu:

I. Örfyrirlestrar frá fyrirtækjum
Komið verður fyrir skilrúmum sem mynda þrjú 25 sæta rými (A, B og C á mynd) með sjónvarpsskjá tengdan við tölvu þar sem fyrirtæki sem hafa sett sér loftslagsmarkmið geta kynnt þau. Hver kynning tekur að hámarki 10 mín og verður flautað að þeim loknum svo fólk geti fært sig á milli rýma.

II Kynningarbásar frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum
Í rýminu fyrir framan Kaldalón geta fyrirtæki og þjónustuaðilar leigt pláss (1-10 á mynd) fyrir kynningarbása. Ráðstefnugestir munu heimsækja sýningarsvæðið í kaffinu fyrir fundinn og á milli kl. 10-12. Hver bás er 1,5 metrar á dýpt og 1,5 metrar á breidd.

III. Loftslagsviðurkenningar

Reykjavíkurborg og Festa veita loftslagsviðurkenningar á fundinum en óskað eftir tilnefningum til að veita fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum eða einstaklingum sem hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

PANTA TÍMA / SVÆÐI FYRIR KYNNINGU