Nýjar lóðir, gistiheimili og íbúðakaup fyrir félagslegt húsnæði

Velferð

""

Borgarráð samþykkti sl. fimmtudag að úthluta Félagsbústöðum byggingarrétt  á lóð við Árland 10 en heimilt er að byggja átta íbúðir við Árland.

Ráðið samþykkti einnig að kaupa gistiheimili að Sóleyjargötu 27 en þar eru níu íbúðir með eldunaraðstöðu og baðherbergi. Heimilið verður framleigt velferðarsviði.

Auk lóða og gistiheimilis var samþykkt að kaupa íbúðir að Rofabæ, í Skipholti, Berjarima, Eyjabakka, Framnesvegi, Gnoðarvogi, tvær íbúðir við Kleppsveg, Miðtúni, Njálsgötu og á Seljavegi en þær verðar framleigðar til velferðarsviðs.

Á fundi borgarráðs 31. ágúst sl. var samþykkt að fela Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að leita tímabundinna lausna til að bæta við félagslegt húsnæði í Reykjavík, í samræmi við samþykkt velferðarráðs og húsnæðisáætlun borgarinnar og eru kaupin á ofantöldum íbúðum liður í því.

Nánar í fundargerð Borgarráðs