Ný Reykjaæð undir Háaleitisbraut

Framkvæmdir Samgöngur

""

Í dag hófst vinna við endurnýjun hitaveitulagnar, Reykjaæðar, undir Háaleitisbraut. Vegna þessara framkvæmda verða þrengingar á Háaleitisbraut til móts við RÚV-reitinn, en þar standa yfir byggingaframkvæmdir.

Gert er ráð fyrir að verkið taki tvær vikur og eru ökumenn beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát og tillitssemi við framkvæmdasvæðið. 

Endurnýjun Reykjaæðar er hluti af  uppbyggingu 360 íbúða hverfis á RÚV-reitnum.

Tengt efni: