Ný íbúðarbyggð við Hraunbæ-Bæjarháls

Skipulagsmál

""

Tillaga að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um nýja íbúðarbyggð við Hraunbæ-Bæjarás er til sýnis á Borgarbókasafninu í Árbæ að Hraunbæ 119 til mánudagins 4 desember.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þann 11. október sl. að kynna drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, varðandi breytta landnotkun á svæði milli Bæjarháls og Hraunbæjar. Drög að breytingartillögu voru í framhaldinu send til skilgreindra hagsmunaaðila og gerð aðgengileg á adalskipulag.is

Um er að ræða opið grænt svæði sem hefur verið nýtt sem æfingasvæði íþróttafélagsins Fylkis. Með samkomulagi borgarinnar og Fylkis hefur verið ákveðið að taka svæðið til annarra nota. Gerð er tillaga um að á svæðinu verði byggðar íbúðar. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 200 íbúðum á svæðinu og 2-5 hæða byggð.

Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt deiliskipulagstillögu eru nú til sýnis á Borgarbókasafninu í Árbæ að Hraunbæ 119 eða frá þriðjudeginum 21. nóvember til mánudagins 4 desember. 

Verkefnisstjórar verða til svara um tillögurnar miðvikudaginn 22. nóvember milli kl. 16.00-18.00, að Hraunbæ 119.

Áformað er að samþykkja tillögurnar í lögformlega auglýsingu með 6 vikna athugasemdafresti í byrjun desember gefst hagsmunaaðilum tækifæri að senda athugasemdir yfir það tímabil. 

Þeir sem óska frekari upplýsinga um málið geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ábendingum og athugasemdum við drögin má koma á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.is.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Tengill
Sjá myndaspyrpu