Ný erlend fjárfesting í Reykjavík

Stjórnsýsla Umhverfi

""

Á opnum kynningarfundi um fjárfestingu í Reykjavík, sem haldinn verður kl. 8.30 miðvikudaginn 15. apríl, mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fara í máli og myndum yfir þær framkvæmdir sem eru í deiglunni í Reykjavík.  Sagt verður frá framgangi stórra verkefna hjá einkaaðilum, ríki og Reykjavíkurborg sem og nýrri erlendri fjárfestingu í borginni.

Farið verður yfir stóru myndina og í upptalningunni hér að neðan eru stærstu póstarnir. Eðlilega verður dvalið við helstu tíðindi og nýjungar.

  • Hótel og ferðaþjónusta í Reykjavík – Umfang og uppbygging.
  • Þekkingarþorpið í Vatnsmýrinni – Samstarf háskólanna, Landspítalans og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu.
  • Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni – Nýr tengipunktur.
  • Austurhöfn – Þjónusta, verslun og íbúðabyggð.
  • Iðnaðarsvæði – Gagnaver og græn fjárfesting.
  • Faxaflóahafnir – Ný atvinnustarfsemi á hafnarsvæðum.
  • Lóðir og nýjar íbúðir – Samstarf um þéttingu byggðar og nýju Reykjavíkurhúsin.

Dagur mun gefa góða yfirsýn um uppbygginguna í Reykjavík og útskýra áherslur og stefnu borgarinnar.

Fundurinn er haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn og hefst hann kl. 8.30 eins og áður segir.  Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.00 og gert er ráð fyrir að fundurinn verði búinn fyrir kl. 10.00.

Viðburðurinn á Facebook – Láttu gjarnan vita ef þú ætlar að mæta.