Ný byggð í Gufunesi - kynningarfundur

Skipulagsmál

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur kynningarfund fimmtudaginn 7. desember 2017 kl. 17. í Hlöðunni við Gufunesbæ vegna skipulags í Gufunesi.

Kynningarfundur verður haldinn í  Grafarvogi 7.des vegna tillögu að nýju skipulagi  í Gufunesi, sem stuðlar að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styður við og styrkir Grafarvog sem hverfisheild.

Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig er gert ráð fyrir íbúðarbyggð og verslun og  þjónustu. 

Á fundinum verða kynnt drög að deiliskipulagi að fyrsta áfanga uppbyggingar og breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur.

Fundurinn er haldinn í Hlöðunni Gufunesbæ við Gufunesveg, 112 Reykjavík og hefst kl. 17.

Allir velkomnir.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Tengill

Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags

Auglýsing um fundinn