Ný Borgarsýn komin út

Umhverfi Skipulagsmál

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út 16. tbl. af Borgarsýn.

Tilgangurinn með útgáfu Borgarsýnar er fyrst og fremst að upplýsa borgarbúa um þau verkefni sem efst eru á baugi umhverfis- og skipulagsmála hverju sinni og segja frá framkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar.

Í 16. tbl. er stútfullt af efni. Fjallað er um það metnaðarfulla verkefni Reykjavíkurborgar að gera borgina kolefnishlutlausa árið 2040. Sagt er frá blómlegri og blandaðri borgarbyggð með 360 íbúðum sem rísa mun á lóð RÚV við Efstaleiti . Þá er skýrt frá byggingu 1. áfanga Miðstöðvar skóla, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal. 

Tækifærin í Vatnsmýrinni heitir grein í Borgarsýn þar sem farið er yfir þætti í málinu sem varpa ljósi á ýmsar staðreyndir í Flugvallarmálinu. Þar kemur meðal annars fram að flest bendir til þess að öryggi sjúkraflutninga sé tryggt þótt að flugvöllurinn yrði staðsettur í Hvassahrauni fremur en í Vatnsmýrinni. 

"Öll verkefnin í þessu tölublaði af Borgarsýn bera það með sér með einum eða öðrum hætti að gera borgina öflugri, vistvænni og meira aðlaðandi með forvirkum aðgerðum í skipulags­, umhverfis­ og samgöngumálum," stendur í leiðara blaðsins.

Margt fleira má lesa um í Borgarsýn sem finna má hér á netinu.