Ný Borgarsýn er komin út

Framkvæmdir Mannlíf

""

Í blaðinu er fjallað um þau mál sem efst eru á baugi í málefnum sem snerta umhverfi, uppbyggingu og skipulag borgarinnar og hafa með beinum eða óbeinum hætti áhrif á lífsgæði allra borgarbúa. 

Í þessu tölublaði er m.a.  sagt frá tillögu að rammaskipulagi fyrir Elliðárvog og Ártúnshöfða, en þar er gert ráð fyrir stækkun Bryggjuhverfisins til vesturs og inn Elliðaárvoginn. Á þessu svæði er gert ráð fyrir íbúðabyggð, en að blönduð byggð búsetu og atvinnu verði á Ártúnshöfðanum. Farið er yfir takmarkanir á gististarfsemi í borginni og endurskoðun á heimildum fyrir gististaði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með það að markmiði að þrengja heimildir enn frekar.

Einnig er fjallað um helstu verkefni sem framkvæmd verða í sumar í tengslum við Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, endurbætur sem gerðar verða á Miklubraut við Klambratún, úrgangsflokkun fyrirtækja og margt fleira áhugavert. Blaðið er gefið út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur.

Borgarsýn