Nóaborg fagnaði þrítugsafmæli

Skóli og frístund

""

Leikskólinn Nóaborg fagnaði í gær þrítugsafmæli með veisluhöldum og gleði fyrir foreldra og börn. 

Afmælishátíðin hófst fyrir hádegi með leiksýningu Stopp-leikhópsins og svo var dansað undir harmónikuleik þegar leið á daginn og húsið opnað fyrir gestum og gangandi. 

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, og Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, voru meðal gesta og sungu með börnunum afmælissöng fyrir leikskólann. Á afmælishátíðinni afhenti foreldrafélagið leikskólanum fánastöng sem verður til mikillar prýði á leikskólalóðinni. 

Leikskólastjóri í Nóaborg er Anna Margrét Ólafsdóttir, en hún hefur starfað við leikskólann í tvo áratugi.  Nóaborg hefur markað sér sérstöðu með áherslu á stærðfræðinám, læsi og fjölmenningu en í skólanum er mikill tungumálaauður og tala börnin þar um fjórtán tungumál.  

Til hamingju með stórafmælið Nóaborg!