Nemandi í Brúarskóla sigraði nýsköpunarsamkeppnina

Skóli og frístund

""

Nemandi í 6. bekk Brúarskóla, Hjálmar Þór Helgason, sigraði í Nýsköpunarkeppni grunnskóla sem fram fór í síðustu viku. 

Nýsköpunarhugmynd Hjálmars var hitaskynjari á vatnskrana sem lýsir þegar vatnið er orðið of heitt. Hugmyndina vann hann með aðstoð Andra Snæs smíðakennara í Brúarskóla og vörðu þeir tveimur löngum vinnudögum í að smíða hitaskynjarann og útbúa veggspjald til að útskýra hugmyndina. 

Yfir 1100 hugmyndir bárust í nýsköpunarkeppnina og fór dómnefnd yfir þær og valdi bestu uppfinningarnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi.

Hjálmar hreppti 1. sætið og fékk að verðlaunum fartölvu og gjafabréf FAB-LAB. 

Að nýsköpunarverðlaunum grunnskólanna standa Nýsköpunarmiðstöð, HR og mennta- og menningarmálaráðuneytið.