Nagladekk bönnuð frá 15. apríl

Umhverfi Samgöngur

""

Nagladekk eru ekki leyfileg á götum Reykjavíkurborgar eftir 15. apríl 2015.

Hlutfall nagladekkja reyndist vera 34% þegar talning var gerð miðvikudaginn 3. mars 2015 sem er ívið hærri tala en í fyrra en þá reyndust 28% ökutækja á negldum dekkjum. Í mars 2013 voru 35% bifreiða á negldum og 36% árið 2012.

Reykjavíkurborg telur nagladekk óþörf á götum borgarinnar enda eyða þau þeim margfalt hraðar en önnur dekk og eiga hlut í svifryks- og hávaðamengun. Styrkur svifryks hefur aðeins farið einu sinni yfir heilsuverndarmörk á árinu. Ástæðan er sú að fremur úrkomusamt hefur verið í borginni.

Ökumenn eru hvattir til að skipta um hjólbarða.

Meira um nagladekk.