Nær tvöföldun á útgefnum byggingarleyfum íbúða milli ára í Reykjavík

Skipulagsmál Framkvæmdir

""
Mikil aukning hefur orðið á fjölda nýrra íbúða í byggingu í Reykjavík á þessu ári miðað við síðastliðin ár samkvæmt málakerfi byggingarfulltrúa.  Áætlaður fjöldi íbúða í útgefnum byggingarleyfum í ár er um 1.000 sem er mikil fjölgun frá fyrra ári.
 Samkvæmt minnisblaði byggingarfulltrúa er kominn mikill skriður á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sé miðað við síðustu ár. Hafin bygging á nýjum íbúðum stefnir því að vera meiri en þegar mest var árin 2004 (885 íbúðir) og 2005 (983). Er þetta nær tvöföld aukning miðað við sl. ár og margföld frá árinu 2010 þegar einungis var hafin smíði á 10 nýjum íbúðum..

Fjöldi nýrra íbúða það sem af er ári í samþykktum byggingaráformum er nú samtals 741 og í útgefnum byggingarleyfum samtals 891. 

Á árunum 1972 til 2014 voru að meðaltali byggðar 602 íbúðir á ári í Reykjavík.

 
Á föstudag og laugardag fer fram húsnæðisþing í Tjarnarsal Ráðhússins þar sem borgarstjóri ásamt helstu sérfræðingum fara yfir það sem er um að vera í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Sjá dagskrá Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík