Móttöku framboðslista í Reykjavíkurkjördæmum lokið

Kosningar

""

Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður hafa nú móttekið framboðslista og meðmælendur í báðum kjördæmum. Eitt framboð fékk frest til klukkan 18 í dag til að skila inn fullnægjandi framboðslista.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður voru ellefu framboð sem skiluðu fullnægjandi framboðslistum. Það voru Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Píratar, Miðflokkurinn, Alþýðufylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður skiluðu tíu framboð fullnægjandi framboðslistum. Það voru Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Píratar, Miðflokkurinn, Alþýðufylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn.

Íslenska þjóðfylkingin skilaði 21 undirskrift framboðsaðila og fengu frest til kl. 18 í dag til að skila þeirri einu sem upp á vantar.

Nú hefst yfirferð framboðs- og meðmælendalista og kjörstjórnir koma svo aftur saman á morgun til að úrskurða um gildi framboða.