Mikil gróska í kvikmyndagerð grunnskólabarna

Menning og listir Skóli og frístund

""
70 myndir kepptu til verðlauna á stuttmyndakeppni grunnskólanna í Bíó Paradís. 
Á kvikmyndahátíðinni Taka 2016 ríkti bæði gleði og eftirvænting þegar sýningar á bestu myndum ársins fóru fram í Bíó Paradís. Salurinn var þétt setinn börnum og unglingum, en verðlaun voru veitt í flokki yngri og eldri nemenda fyrir hreyfimyndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Einnig voru veitt verðlaun fyrir tónlistarmyndbönd.  
 
Matthías Schram og Patrekur Thor, nemendur í Vesturbæjarskóla fóru með sigur af hólmi Í flokki stuttmynda yngri nemenda, en þeir gerðu myndina Matti og Patti fara í Nexus 

Sjö nemendur í Árbæjarskóla; Rampa, Lilja Dís, Jenný María, Katrín María, Katrín Inga, Iveta og Lóa Björg sigruðu í flokki stuttmynda eldri nemenda með myndinni Leiði. 

Þrjár heimildarmyndir fengu viðurkenningu; Í eldri flokki fóru Fannar Steinn,  Ágúst Heiðar, Sigurður Jökull og Viktor Gísli nemendur í Sæmundarskóla með sigur af hólmi með myndinni Lögmál Newtons.  Í yngri flokki sigraði  Tómas Nói í Hlíðaskóla með myndinni Bak við tjöldin.
 

Hera Lind Birgisdóttir nemandi í Háteigsskóla sigraði í flokki hreyfimynda eldri nemenda með stórskemmtilegri mynd sinni Morgunmatur.

Í flokki hreyfimynda yngri nemenda sigruðu þau Tómas Nói og Sunna Xiao nemendur í Hlíðaskóla með mynd sinni um Skúla fógeta. 

Verðlaun fyrir tónlistarmyndbönd fóru í eldri flokki til nemenda í Árbæjarskóla og í þeim yngri til nemenda í Grandaskóla.